Margar af þeim könnunum sem berast inn á hugi.is spyrja mjög góðra og þarfra spurninga. En oft vantar dálítið upp á nákvæmnina í spurningum og svarmöguleikum.
Til dæmis :
Finnst þér dýrt að fara í bíó á Íslandi?
Já mjög
Já frekar
Nei alls ekki
Við þessa spurningu eru tveir gallar.
1) Spurningin er leiðandi…hún nefnir orðið dýrt sem gefur til kynna ákveðna fordóma.
2) Svarmöguleikarnir innihalda ekki hlutlaust svar og tvo möguleika um dýrt en bara einn fyrir ódýrt.
Betra er að spyrja svona :
Hvernig finnst þér verð á bíómiða ?
Mjög lágt
Frekar lágt
Hvorki lágt né hátt
Frekar hátt
Mjög hátt
Stig…
Með því að hafa 5 svarmöguleika sem mæla bilið frá einni skoðun yfir í aðra skoðun er könnunin nákvæmari þar sem þeir sem hafa skoðun geta valið um “frekar” eða “mjög”. Þeir sem hafa ekki skoðun á verðinu geta valið “hvorki né” og aðrir geta bara valið stig.
kv.
DaXes