Það er voðalega leiðinlegt að lenda í svona, þetta gæti nefninlega verið nokkurn veginn hvað sem er… Þetta er tildæmis vísbending um bilaða viftu í tölvunni(þ.e.a.s ef þú er með intel örra, amd myndi líklega bráðna:) )
Ég myndi samt byrja á að rifja upp hvort það var verið að breyta driverum eða setja inn eitthvað forrit rétt áður en tölvan bilaði, því það gæti dugað að uninstalla það..
Ef það virkaði ekki myndi ég formata tölvuna og setja windows upp aftur (taka afrit af öllu mikilvægu áður). Ef það virkar ekki þá er nokkuð pottþétt að þetta er hardware-vandamál og ef tölvan er ný þá er hún líklega í ábyrgð og hægt að fá fría viðgerð.. Það gæti reyndar kostað rifrildi að fá sum fyrirtæki til að viðurkenna að vandamálið hafi verið eitthvað sem ábyrgðin nær yfir ;).
Vona að þetta hjálpi,
kv.
Swing3