Já, ég geri mér ljóst hvernig ástandið er á áhugamálinu. Verst finnst mér að dulspekin sé að flæða þarna inn. En Heimspekin má mín vegna vera þarna enda óþarft að einskorða vísindin við raunvísindi, heldur ættu huvísindin að fá að vera með. Heimspeki er alveg jafnmikil vísindagrein og stærðfræði eða hvað annað (enda má segja að undirstaða stærðfræðinnar sé heimspekileg rökfræði).
Hins vegar er þarna korkur tileinkaður vísindum. Og vandinn er að það er ekkert mikið skrifað á hann. Hann var meira að segja fjarlægður en ég fékk hann aftur. Og þangað til einhver sýnir honum áhuga, þá þykjast menn vita að ekki sé áhugi fyrir vísindum, hvað þá tilteknum vísindum eins og eðlisfræði. Þetta er vandinn sem ég er að benda á.
Ég er búinn að gera nokkurn veginn það sem ég get fyrir vísindaáhugamál: Bað um að fá greinayfirlit stækkað á yfiráhugamálunum til að greinar héldust lengur inni og fékk það; bað um að fá nafninu breytt í þeirri von að áhugamálið yrði meira aðlaðandi (enda hétu ekki önnur áhugamál asnalegum nöfnum eins og Hugagolf eða Hugafjármál). En á endanum er engin önnur leið til að sannfæra stjórnendur en að dæla inn efni (takið eftir hvernig skátar fengu áhugamál með því að sýna áhuga sinn í verki).<br><br>____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________