Það er þröngsýni að hafna því að ennþá komi ekki til greina í einu orði, ekki síst í ljósi þess að í Orðabók Menningarsjóðs eru báðir möguleikar jafngildir, ekki er merkt við annan möguleikann með þeim hætti að um sé að ræða vont mál eða útgáfu sem forðast beri í íslensku. Bendi jafnframt á ágæta síðu Guðmundar Sæmundssonar þar sem farið er yfir ýmsar stafsetningarreglur, sjá
http://www.ismennt.is/not/gsaem/Nutak/Nu14t.htm#Eitt%20ord Þar segir m.a. um þetta atriði:
“Nokkur smáorð eru gjarnan rituð í tveimur orðum, en sum þeirra má þó alveg eins rita í einu:
Dæmi: af því, allt of (alltof), á meðan, á milli, enn fremur (ennfremur), enn frekar, enn þá (ennþá), fram fyrir, fram hjá (framhjá), hér eftir, hér með, inn í, í gegnum, smám saman (smámsaman), upp af, upp úr, út af, út á, út eftir, yfir um, þó að, því að, öðru hverju (öðruhverju).”
En umræða um þetta er fín, af hverju er ekki eitt af áhugamálunum hér á huga.is íslenskt mál, undirflokkarnir gætu verið stafsetning og málfræði…!