Langar að vita hvort einhverjir hér hafi prófað forrit sem gera manni kleift að hringja úr tölvu í venjulega síma. Ástæðan er sú að ég á vin í USA sem ég er mikið í sambandi við og símtöl þangað kosta á bilinu 1200-1600 kr./klst. eftir því hvort hringt er úr almenna kerfinu eða GSM.

Var að spá í að kaupa áskrift hjá net2phone ( http://web.net2phone.com ) en tími því varla ef gæðin eru mjög léleg. Hefur einhver reynslu af þessu?

Takk fyrir, -Arnar