Faxafen 8
Faxafen er einn af mörgum stöðum hér á Íslandi þar sem hægt er að æfa box. Þessi staður hefur uppá að bjóða fyrsta flokks aðstöðu til þess að æfa box og einnig er mjög góða lyftingaraðstaða á staðnum. Og til gamans má geta þá á þessi staður eftir að verða stærsti boxstaður á Íslandi.
Lyftingaraðstaða: Lyftingar aðstaðan er mjög góð og hefur uppá að bjóða mikið af brennslu tækjum
Þjálfari: Þessi staður hefur án efa uppá að bjóða einn besta þjálfara sem hefur komið til Íslands sem heitir Oscar Luis Justo frá Kúbu. Þessi maður býr yfir mikilli þekkingu á boxi og hefur starfað í mörg ár sem þjálfari. Hann hefur yfir að geyma miklla reynslu í sambandi við bardaga því hann hefur yfir 200 áhugamannabardaga að baki.
Staðurinn opnar fyrir almenningi til sýnis helgina 31 ágúst til 01 september. Námskeiðinn byrja samt ekki fyrr en 2 september.
Skráning er hafin í síma 5814002
Box í Ræktinni
Suðurströnd 4, Seltjarnarnes
Núna eru námskeið að hefjast í Ræktinni á Seltjarnarnesi.
Þeir hafa upp á að bjóða bæði Box og Fitnesbox námskeið.
Box: Boxið felur í sér mikla snerpu, úthald, tækni og brennslu.
Fitnesbox: Þrek- og brennsluæfingar fyrir karla og konur í fitnesboxinu eru gerðar allar þrekæfingar sem boxarar gera svo sem sippa, magaæfingar, armbeygjur, skuggabox, kýla í boxpúða og fleira.
Þjálfari er sá sami og er í Faxafeni 8 Oscar Luis Justo frá Kúbu
Ræktin býður uppá allan útbúnað til boxþjálfunar: vafninga, æfingahanska, hringhanska, munnstykki, sippubönd og glæsilega útbúin æfingasal.
Síðan er þetta tekið af boxing.is
Boxing Athletic Gym (BAG) er boxklúbbur sem starfræktur er í Reykjanesbæ og er sjálfsagt stærstur þeirra stöðva sem eru starfræktar í dag með um 130 meðlimi á skrá. Þar eru í boði mörg mismunandi námskeið fyrir alla aldurshópa. Síminn þar er 421 8444 / 8998087 / 8612319.
BrOnX Boxing Gym í Breiðholti, Eddufelli 2. Er nýlegur en fullkominn boxsalur sem býður einnig upp á góða lyftingaraðstöðu. Þessi salur er opinn almenningi alla daga vikunnar. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um opnunartíma eða þess háttar skulu hafa samband við Dadda í síma 8684974.
Að lokum er vert að minnast á boxklúbb Guðmundar Arasonar. Sá er elstur starfandi boxklúbba á Íslandi og búinn að vera starfræktur í fjölda mörg ár. Þjálfari þar er Guðmundur Arason sjálfur, 86 ára gamall fyrrum Íslandsmeistari í þungavigt. Salurinn er ekki opinn almenningi.
Núna ættu allir að fara að byrja að æfa.
Kveðja DFSaint