Er einhver hljómgrunnur fyrir því hérna að fá áhugamálið “Heimilið”
Þar mætti ræða allt sem kemur heimilum við .. skiptast á húsráðum, góð tilboð á húsgögnum, pottaplöntur, og bara fá ráð almennt um heimilið og hugmyndir varðandi allskonar hluti sem því kemur við.

Þetta hefur sennilega ekki atkvæði yngra fólksins hérna inni sem ekki á sitt eigið heimili ennþá, en ég er að vona að hér inn á milli sé eitthvað af fólki sem myndi vilja halda svona áhugamáli þokkalega virku :)

Látið ykkar skoðun í ljós fólk

Zallý<br><br>——————————
“Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”
———————————————–