Nú spyr ég enn og aftur, því að þó að þessi umræða hafi
nokkrum sinnum hafist, þá finnst mér engin almennileg
mótrök fyrir því að hafa ekki skátaáhugamál. Það eru margir
sem hafa mikinn áhuga á skátum og hefðu eflaust gaman af
því að ræða mál sem tengjast skátum sín á milli á sér
áhugamáli. Það er ekkert áhugamál sem kems nærri því að
vera tengt skátunum nema þá kannski ferðalög, sem er samt
ekki nálægt.

Þau mótrök að það væri bara eyðsla á geymsluplássi eru nú
bara til að segja eitthvað og það að skátaáhugamálið myndi
bara virka fyrir skáta er kannski rétt en þó heimskuleg mótrök
því að svo að ég taki dæmi þá virka flest þessi
sjónvarpsþáttaáhugamál bara fyrir þá sem eru að fylgjast
með þáttunum og þá eru skátarnir nú fleiri. Sum áhugamálin
eru einfaldlega fyrir miklu minni hóp en skátaáhugamálið
væri.

Ég veit að nú á ég eftir að fá fullt af commenntum um að
skátar séu bara fyrir nörda eða það séu bara hálfvitar í
skátunum, en það er ekki það sem ég var að spyrja um
heldur:

Af hverju EKKI?

skátakveðjur,
Inga Auðbjörg