Ég skil eiginlega ekki afhverju þetta áhugamál er ekki hérna á huga. Það er gífurleg gróska í íslenskri stuttmyndagerð þessi misserin og mikill áhugi hjá íslenskum ungmennum um þennan spennandi miðil, ég held það mundi hjálpa þessari gróksu mikið ef að eins stór og almennur vefmiðill og hugi myndi ýta undir þetta með áhugamáli þarsem áhugamenn og stuttmyndagerðarfólk gæti m.a.
*Skipst á hugmyndum
*Komið með heilræði
*Sent inn allskonar tutoriala
*Rætt um besta vélbúnaðinn, kamerurnar og hugbúnað tengdum eftirvinnslu
*sent inn handrit og pælingar
*Komið myndum sínum á framfæri með því að hafa einns fjölbreittan stað og huga til að vísa á sínar myndir.
*og bara almennt stofnað samfélag í kringum þessa listgrein.
Ég held að það skaði ekki að prufa hvernig svona áhugamál mundi spjara sig. Ég held að svona hlutur verði aðeins til þess að fleiri leggi í að búa til draumamyndirnar sínar og ýtir þannig undir grósku í íslenskri kvikmyndagerð! <br><br>Life sucks and then you die!