Ætli flestir hérna séu ekki of ungir til að eiga fasteignir. Annars aldrei að vita. Þetta gæti einmitt verið svona endurbótadæmi þar sem fólk getur spurt ráða og líka náttúrulega í sambandi við fasteignaviðskipti og verðlag.
Ég lenti í því þegar ég var að selja íbúð fyrir áramót að ég fékk kaupanda og það var skrifað undir tilboð og allt í gúddí. Svo fékk hann ekki lífeyrissjóðslán og í staðinn fyrir að draga tilboðið til baka, þá hélt hann mér alveg heillengi, mig minnir 6 vikur, á þeim forsendum að hann væri að skoða málið og ætlaði að kæra lífeyrissjóðinn o.s.frv. Það er þess vegna langbest að hafa allt á hreinu og fyrirvara á öllu í öllum samningum. Ég hefði t.d. átt að hafa einhvern frest þarna inni þannig að ef þetta gengi ekki þá félli tilboðið niður. Eins og þetta var sett upp af fasteignasölunni, þá var fyrsta greiðsla ekki tímasett, átti bara að vera þegar hann fengi lánið en önnur greiðsla var ekki fyrr en eftir 2 mánuði eða eitthvað.