ég er aðallega að athuga undirtektir, hvað eru margir að djöggla (gegla á íslensku?) og eru einhverjir sem vilja prófa. þetta er afskaplega einfalt að læra, menn byrja með 1 bolta í 2-3 min, eru síðan í 10 min með 2 bolta og þá er stutt í þriðja boltann.

það mér finnst gaman við þetta er aðeins að kúpla sig út frá vinnunni og að manni fer mjög fljótt fram. gaman að ná nýjum trixum og það geta ALLIR djögglað, eina sem þarf er smá æfing.

mér finnst þetta mjög fínt, ég sit allan daginn við tölvu og á svona klukkutíma fresti stend ég upp og tek 2-3 min með boltana og þjálfa hitt heilahvelið aðeins.

ég sé fyrir mér umræður um undirstöðuatriði og reyndari menn að ráðleggja og miðla reynslu sinni.

lítið mál væri að hafa kennslugreinar fyrir byrjendur og lengra komna.

ég læt fylgja með nokkur létt trix frá snillingum úr bransanum

ýmislegt frá rick rubenstein: http://www.simnet.is/hsj/rruben3fast.mpeg

létt djók frá rubenstein: http://www.simnet.is/hsj/rruben3mb.mpeg

rubensteins revenge performað af rick rubenstein sjálfum: http://www.simnet.is/hsj/rruben3rr.mpeg

ótrúlegt trix, cascade fyrir aftan bak yfir í mills mess: http://www.simnet.is/hsj/rruben3smm.mpeg

impressive, 9 bolta djöggl: http://www.simnet.is/hsj/9balls34throws.mov

5 boltar venjulega, yfir höfuð, aftan bak og ég veit ekki hvað, rugl! :) http://www.simnet.is/hsj/ehh.mpeg

5 bolta mills mess, erfitt!: http://www.simnet.is/hsj/5bmm.mpeg

persónulega er ég orðinn nokkuð solid með 4 bolta , get flashað 5 sæmilega og kann bunka af 3ja bolta trixum (tennis, reverse cascade, 2up1up, mills mess, boston mess o.fl. o.fl.)

látið heyra í ykkur,
dael