Pulp spiluðu í laugardagshöllinni 1996 (2.júlí ef mig minnir rétt - en er ekki alveg viss) ég fór auðvitað og skemmti mér konunglega, enda frábærir tónleikar.
Pulp hefur gefið út nokkrar plötur, fyrsta platan, It, kom út 1983(!) en síðan hafa komið út Freaks (1986), Seperations (1992) His'N'Hers (1994), Different Class (1995), This Is Hardcore (1998) og We Love Life (1992) auk Intro (1993) og Masters Of The Universe (1994) en báðar innhéldu þær efni af smáskífum sveitarinnar, og svo b-hliða safnið Second Class (1996) og tónleikaplötuna This Is Glastonbury (1998) en þær komu báðar út í takmörkuðu upplagi. Eftir að sveitin sló í gegn hafa einnig komið út nokkrar safnplötur með eldra efni sveitarinnar.
This Is Hardcore og We Love Life hafa ekki notið nærri því janmikillar hilli og meistaraverkin tvö, His'N'Hers og Different Class, en eru fínar plötur fyrir því og get ég alveg óhikað mælt með þeim - þær ættu að fást í flestum plötuverslunum.
Til gamans má geta að Pulp gáfu á dögunum út smáskífu með frábæru lagi, Bad Cover Version, en meðal aukalaga á henni er Disco 2000 í flutning Nick Cave! reyndar er þessi útgáfa frábær og alls ekki í stíl við titil smáskífunnar! :Þ