Ég er búinn að vera velta fyrir mér Huga.is og hversu mikla ánægju hann veitir mér. Það veitir mér einhvers konar innri ánægju að fá það á tilfinninguna að ég sé að "surfa" á netinu. Maður finnur gamla grein eða kork sem hefur skapað skemmtilega og jafnvel asnalegar umræður og það er miklu meira næs heldur en að skoða athugasemd undir Facebook færslu eða á Reddit þræði á Engilsaxnesku, íslenska subredditið getur samt sem áður verið vel súrt og ágæt en það er ekki Hugi.is.
Það er gaman að skoða vefsvæði sem er á móðurmálinu og sjá fólk tjá sig af tilfinningu um hin ýmsu mál á íslensku án þess að sjá frænku sína spúa út úr sér leiðinlegum skoðunum á flóttafólki í bland. Hér er ég ekki að segja að Hugi.is sé laus við sín vandamál en hér er enginn undir nafni að valda manni beinum vonbrigðum. Þess vegna er þetta spjallþráða form að einhverju leiti betra en margar af hinum vinsælli samfélagsmiðlum eins og Twitter, Facebook, Instagram og svo mætti lengi telja.
Ástæða þess að ég er að velta mér upp úr þessu ágæta vefsvæði er einstaklega sú að ég sá grein hér sem að gagnrýndi breytingu á síðunni sem þótti óásættanleg. Þar var því velt fyrir sér hví slíkt hefði verið gert og í sömu andrá talað um dauða Huga.is. Einnig var komist að þeirri niðurstöðu að verið væri að reyna að færa Huga.is nær nútímanum í samkeppni við aðra samfélagsmiðla sem voru farnir að tröllríða internetinu. En það hefur ekki þótt nóg og fólk hefur fært sig annað og síðan enn þann dag í dag nær dauða en lífi.
Er það svo slæm hugmynd að velta fyrir sér að gera þetta enn á ný? Internet surf í dag er nánast að öllu leiti dáið með tilkomu snjallsímans þar sem flestar vinsælar síður hafa einfaldlega fært sig yfir á app. Ég er ekki fullkomlega viss um afhverju ég er að skrifa þetta hér inn því það er ekkert sem ég get gert til þess að færa Huga.is í app en ég ætla að endingu að segja að það fallegasta sem gæti komið fyrir símann minn er Huga.is app.
Það er gaman að skoða vefsvæði sem er á móðurmálinu og sjá fólk tjá sig af tilfinningu um hin ýmsu mál á íslensku án þess að sjá frænku sína spúa út úr sér leiðinlegum skoðunum á flóttafólki í bland. Hér er ég ekki að segja að Hugi.is sé laus við sín vandamál en hér er enginn undir nafni að valda manni beinum vonbrigðum. Þess vegna er þetta spjallþráða form að einhverju leiti betra en margar af hinum vinsælli samfélagsmiðlum eins og Twitter, Facebook, Instagram og svo mætti lengi telja.
Ástæða þess að ég er að velta mér upp úr þessu ágæta vefsvæði er einstaklega sú að ég sá grein hér sem að gagnrýndi breytingu á síðunni sem þótti óásættanleg. Þar var því velt fyrir sér hví slíkt hefði verið gert og í sömu andrá talað um dauða Huga.is. Einnig var komist að þeirri niðurstöðu að verið væri að reyna að færa Huga.is nær nútímanum í samkeppni við aðra samfélagsmiðla sem voru farnir að tröllríða internetinu. En það hefur ekki þótt nóg og fólk hefur fært sig annað og síðan enn þann dag í dag nær dauða en lífi.
Er það svo slæm hugmynd að velta fyrir sér að gera þetta enn á ný? Internet surf í dag er nánast að öllu leiti dáið með tilkomu snjallsímans þar sem flestar vinsælar síður hafa einfaldlega fært sig yfir á app. Ég er ekki fullkomlega viss um afhverju ég er að skrifa þetta hér inn því það er ekkert sem ég get gert til þess að færa Huga.is í app en ég ætla að endingu að segja að það fallegasta sem gæti komið fyrir símann minn er Huga.is app.