Hefur einhver hér farið á hraðlínu MA og hvaða meðaleinkunn hann var með.
Úr hvaða fögum og hvaða prófum er meðaleinkunnin á.
Úr hvaða fögum og hvaða prófum er meðaleinkunnin á.
Ég hef verið á hraðlínu. Meðaleinkunnin mín var yfir 9 en það er ekkert lögmál. Það sem skiptir mestu máli er að skólinn þinn meti aðstæður þannig að þú munir blómsta í þessu umhverfi og það muni henta þér. Vísa ég einnig í reglur skólans um innritun nemenda:
Meðaltal skólaeinkunna í íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku skal ekki vera lægra en 6, einkunnir mega þó ekki vera lægri en 5. Sæki nemandi um á raungreinasviði skal einkunn í stærðfræði ekki vera lægri en 6.
Ef fleiri sækja um skólann en hægt er að innrita áskilur skólinn sér rétt til að velja þá nemendur sem hann telur hafa bestan undirbúning hverju sinni.
Heimilt er að innrita nemanda sem ekki uppfyllir ofangreind skilyrði og þarf þá nemandi að sitja stoðtíma eða þiggja námsaðstoð við hæfi.
Þegar minnst er á einkunnir þá var á sama tíma og ég strákur sem fékk 5 í einu fagi svo það þarf ekki að koma í veg fyrir að fólk komist inn. Þegar það kemur að einkennum þá snýst það að mestu um hvar þú stendur miðað við aðra umsækjendur.
Ég mæli eindregið með því að sækja um ef þér finnst þetta eiga við þig, það versta sem gerist er að þú kemst ekki inn. Ef eitthvað er óljóst, ekki hika við að spyrja.