Sæl öll sömul
Vil endilega láta ykkur vita af nokkrum nýjum fítusum sem þessi stórglæsilegi vefur hefur nú upp á að bjóða. Einungis er um nokkra fítusa að ræða sem ég man í augnablikinu en þeir eru mun fleiri!
Vil endilega láta ykkur vita af nokkrum nýjum fítusum sem þessi stórglæsilegi vefur hefur nú upp á að bjóða. Einungis er um nokkra fítusa að ræða sem ég man í augnablikinu en þeir eru mun fleiri!
- Fela gamalt efni. Núna er hægt að fela gamalt efni, sem er sérstaklega hentugt ef maður hefur sögu á Huga jafngamla og og hann er sjálfur! Til þess að fela gömul álit er smellt á "Notandanafn" > "Stillingar" > "Einkalíf (sem er í "almennt" stiku þar á hægri hönd)" > "Fela gamalt efni"
- Tilvitnun. Langar þig að vísa í eitthvað sem einhver á undan þér sagði og þú vilt svara? Notaðu músina til þess að draga yfir textann sem þú vilt vísa í, þá kemur upp skilaboðin "setja í tilvitnun". Með því að samþykkja fer þetta beint í tilvitnun í textaboxinu með umræddan notanda skráðan sem höfund. Einfalt og öflugt!
- Nýjast <> Heitast <> Nýsvarað. Hugi býður nú notendum um að flokka efni eftir hentugheitum, hvort sem er á forsíðunni eða innan áhugamála. Öflug flokkun sem hjálpar þér að finna ávalt það sem þú leitar eftir
- Glæný og öflug leitarvél. Eflaust muna margir eftir því að gamla leitarvél Huga var ekki upp á marga fiska. Nýja leitarvélin mun hjálpa ykkur að finna allt það sem þið sækist eftir með fullt af sérhæfðum fítusum og öflugu leitarkerfi!
- Forskoðun. Langar þig að vita nákvæmlega hvernig þráðurinn þinn kemur út áður en þú sendir hann inn? Smelltu á "forskoða" og sjáðu hvernig útlitið verður í smáatriðum.
- Sérhannaðu útlit Huga fyrir þig. Finnst þér eitthvað sérstakt litarskema á ákveðun áhugamáli það flottasta og viltu halda því þannig? Langar þig kannski að blanda saman einum lit og öðrum bakgrunn? Stilltu það allt sjálfur í "stillingar" > "Þema".
- Deildu með tengslanetinu. Langar þig að láta vini og vandamenn vita af frábærri grein sem þú last á Huga? Smelltu á "Líkar þetta" takkann sem má finna á hverri grein, nú eða slökktu á honum með öllu með stillingu sem hægt er að finna innan "stillingar" valmöguleikans.
- Og mikið fleira! Hugi er stútfullur af nýjum fítusum og glænýju og hágæða viðmóti sem við vonum að fólk muni kynna sér og nýta!
"People hardly ever make use of the freedoms that they do have, like freedom of thought. Instead they demand freedom of speech as compensation" - Kirkegaard