Ég var að skoða upplýsingar um notanda áðan og ætlaði að kíkja á greinar eftir hann. Þá ýtti ég óvart á “Setja í vinalista”.
Ég hef aldrei tekið eftir þessum möguleika áður. Veit einhver hvað þetta er?
Þýðir þetta að ég fæ alltaf skilaboð ef þessi notandi sendir inn grein? Ef svo er, hvar get ég tekið hann af vinalistanum mínum?
Takk!