Kæru Huga-meðlimar!
Frá því ég hef verið meðlimur hér, hef ég séð margar skemmtilegar greinar sem að tengjast samkynhneigð, og mjög gaman að lesa það, en málið er sko! Væri ekki best að hafa bara sér svæði fyrir greinar sem að tengjast samkynhneigð ? Fólk er oft að vandræðast yfir því hvar greinin eigi að vera! Oftast endar það í kynlífi þó að það sé ekkert kynferðislegt í greininni! Og þar sem að 10% fólks eru samknyhneigð tel ég að það sé nógur fjöldi samknyhneigðra til að hafa sér svæði fyrir umræður sem tengjast samkynhneigð! Tel ég að það verði meiri áhugi að skrifa greinar um það heldur en t.d. Angel þættina eða fjármál sem að nú þegar hafa sér svæði á Huga!
Og allir sem að eru með hommafælni… plís ekki mótmæla því að það verði sér svæði fyrir þetta.. ef að þið eruð á móti samkynhneigð.. þá er það eiginlega bara betra að hafa sér svæði fyrir það.. afþví þá yrðu allar greinarnar um samkynhneigð á því svæði.. og því auðveldara fyrir fólk með homma-fælni að forðast þær greinar með þeirri auðveldu aðferð að klikka ekki á samkynhneigða svæðið!
Og það væri örugglega best að hafa svæðið í Tilveru flokknum :)
Takk fyrir :o)