Sumar læsingar eins og hin Danska CD-Cops virka ansi vel (bara ekki með tónlist) en ef þetta er Safedisc 1eða2 er þetta ekkert mál fyrir flesta nýrri skrifara.
Asus 32x skrifarin minn tekur Safedisc læsingarnar ekkert mál en ég er hræddur um að sumir Plextor skrifarar geti þetta ekki. TEAC, Philips og Liteon geta líka skrifað flestar tegundir með CloneCD. Einnig allar tegundir sem eru með Philips krami eins og ACER (Benq), Aopen og fleiri.
Besti skrifarinn sem er til á landinu er TEAC 40X hjá tolvulistanum en besti skrifarinn sem getur unnið á öllum CD tónlistarlæsingum er ASUS 32x. Enginn skrifari getur unnið á CD Cops ofl. sem eru aðeins notaðar til að læsa hugbúnaði.