Hvernig væri að hætta að gefa stig fyrir hverjir ætla kannanirnar því þær eru nú bara ekki neitt marktækar því svo virðist sem allir hugarar ætli sér bara að gera ALLT, þar á meðal voru nú alveg rosalega margir sem ætla að fara í jeppaferð sem ég hef litla trú á að allt þetta fólk myndi fara í.
Og svo auðvitað einsog í könnuninni á Star Trek “hverjir ætla að gerast lágkúrulegir og smella hér til að fá stig” sýnir hvað málið snýst um…
Væri ekki betra að gefa engin stig fyrir þetta og fá þarafleiðandi marktækari kannanir, alveg einsog margar spurningarnar hérna eru farnar að hafa sér valmöguleika fyrir þá sem eru bar að leita eftir stigum en ekki gefa neitt álit á spurningunni.
Er ekki hugi.is afþreyingar vefur? Eða snýst þetta allt um samkeppni hver er með flest stig? Persónulega finnst mér þetta snúast meira um það að hafa gaman af þessum vef en ekki einhver rosaleg keppni um stig. Þótt að ég sé inná top stigalistanum þá get þó sagt að ég hef ekki tekið þátt í öllum þessum “hverjir ætla” könnunum (og þið getið tjékkað á því ef þið trúið mér ekki) og hef reynt að vinna mér inn stig með því að sendá inn góðar greinar og taka þátt á korkunum á þeim áhugamálum sem ég hef gaman af.
Og svo eru auðvitað þeir sem eru að spamma korkana og svör við greinum, maður sér stundum tóm reply við greinum, kanski 5-6 í röð frá sömu manneskju sem þjóna engum tilgangi nema hjá honum því hann gerði þetta til að næla sér í einhver auka stig. Ég hef reyndar heyrt frá vefstjórunum að þeir séu farnir að taka stig af fólki fyrir þetta og eyða út póstunum og svörunum og það er auðvitað bara hið besta mál.
Væri Hugi ekki skemmtilegri Afþreyingar vefur ef að þar væru Marktækar kannanir og ekki allir þessir stigaglöðu spammerar?
Hugsiði málið…