Ég þarf nefnilega aðstoð sem gæti orðið vesen fyrir ykkur…
En málið með vexti er að ég gerði stór mistök með því að skýra notendanafn mitt “Ghostwind” … þið sjáið það eflaust að ég heiti “kjanabarn” núna og e-mailið mitt er frissifriski@gmail.com
Ghostwind er hljómsveit sem ég stofnaði og er hljómsveitin orðin nokkuð alvarleg núna.
Við hyggjumst gefa út 3 plötur á næstu tveimur árum og ég tel það skaða ýmind hljómsveitarinnar verulega ef allir mínir kjánalegu korkar finnist í leit á netinu td google.
Hljómsveitin er vinnan mín og lífið mitt.. ég er atvinnulaus tónlistarmaður og ef þið getið hugsanlega hjálpað mér að annaðhvort breyta þessu gamla notendanafni “ghostwind” svo það komi ekki upp í leit á netinu eða einfaldlega eyða korkunum og notendanafninu þá hafið þið gert mér og restinni af hljómsveitinni STÓRAN greiða !
Ég hef tekið eftir að ef einhver brýtur af sér þá er korknum hans eytt þannig að ég held að þetta eigi að vera hægt…
Ég þakka þér/ykkur KÆRLEGA fyrir að hafa lesið emailið frá mér og ég vona úrslausna á kjánagang mínum í forðum.
ghostwindmusic@gmail.com
Bætt við 18. maí 2010 - 03:35
Gætuð þið bent mér á hvaða admin ég ætti helst að tala við?
“Reyndu ekki að sjá eftir fortíðinni því hún er ekki lengur til”