Ætti að vera karma kerfi eins og á til dæmis reddit.com. Þannig að notendur geta gefið svarið neikvæð stig eða jákvæð, eftir því hversu vel þeim líkar innihaldið. Svör sem fólki líkar almennt vel við myndu birtast ofar, frekar en það svar sem er efst (sem er oft frekar innihaldslítið).
Mér þætti það bara sniðugt. Gæti þá komið í staðinn fyrir tilgangslaus “sammála” eða “hahahaha”svör.
Thumbs up/down takki hefur alltaf verið skotinn niður af þeim sem taka ákvarðanir vegna þess að hann er talinn geta skapað einelti. Það gæti svosem alveg verið, sérstaklega því það kerfi er yfirleitt nafnlaust ofan á nafnleysið sem fyrir er á huga. Takki í stíl við “like”takka á facebook útilokar hinsvegar þetta einelti, og þá þyrfti fólki að líka við hluti undir notandanafni.
Like Það væri samt ekki sniðugt að fela komment eins og á Slashdot. Hugi er ekki nógu fjölmennur. Tilfærsla væri samt sniðug. Kannski að gera Hugaverð komment áberandi t.d. með <Strong>. —— chmod +1
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..