Til dæmis þegar það er þráður um eitthvað skemmtilegt, og einhver svarar með einhverju rosalega fyndnu alveg, þá þyrfti maður ekki að skrolla alveg 50 metra niður til að koma að næsta svari vegna þess að það eru svo margir að segja ‘ Hahahahahahahahaha’. Maður gæti einfaldlega smellt á (Y) (þumall upp) sem lýsir þá að þér líkaði við þetta svar. Svo gætiru séð hvað mörgum líkaði við svar þitt og svo framvegis.
Á hinn fótinn er líka dæmi. Ef að þú ert að biðja um álít á nýju hárgreiðsluna þína, biðja um hjálp og þess háttar, og fólk kastar bara skít í þig eða að segja eitthvað algjörlega off topic, þá getur annað fólk alltaf smellt á (n) (þumall niður) ef það líkar ekki við þetta svar, og síðan þegar það eru komin 5-10 þannig þumlar þá væri svarinu einfaldlega eytt eða þá að þú getir ráðið því hvort þú sjáir svarið.
Alveg eins og á YouTube :)
Hvernig líst ykkur á þessa hugmynd?
Áttu njósnavél?