Hvernig væri að hafa eitt áhugamál sem héti kannski “Áhugamál vikunnar”? Það gæti gegnt tvennum tilgangi, í fyrsta lagi getur þetta verið áhugamálið fyrir pínulitlu hlutina sem hafa ekkert við áhugamál að gera. T.d. Malcolm in the middle eða eitthvað. Vika er svo stuttur tími að það næði því varla að deyja út.
Í öðru lagi getur verið hægt að nota þetta sem “prófunaráhugamál” til að athuga hvort áhugamál geti staðið undir sér. Kannanir á forsíðu er nefnilega ekki nóg, það hugsa allir “hmmmm, já mig langar alveg eins í þetta áhugamál” en heimsækir það síðan 3svar og gerir ekkert inná áhugmálinu.
Nú hugsa margir: “Mikið vesen að setja upp nýtt áhugamál í hverri viku…..blablabla” en það er (sennilega) ekki rétt. Það þyrfti bara að vera áhugamál sem héti “áhugamál vikunnar” og síðan þegar þú kemur þar inn er kannski ein lína fyrir ofan greinarnar þar sem stendur “Áhugamál vikunnar er X”. Þetta er (sennilega) það eina sem þyrfti að breyta, annars vil ég ekki vera að fullyrða um eitthvað sem ég veit ekkert um þannig að þessi “sennilega” eru þarna.
Allavega, hvað myndi fólki finnast um slíkt áhugamál og hversu mikið mál væri í rauninni að gera það?
Zedlic<br><br><p align=“center”><img SRC="http://www.followmearound.com/links/mirror3/afrobear.gif"></p