Mér finnst vanta áhugamál fyrir Vinnu. Mestmegnis af því að ég var að komast að því núna að ég var að fá allt of lítið hlé í vinnunni minni. Ég veit að það vita þetta sárafáir unglingar, um þau afskaplega fáu réttindi sem eru yfirhöfuð í vinnunni. Ég fann mín réttindi, og það eftir langa leit á althingi.is

Það þarf að hafa þetta aðgengilegra. Ég veit að virkilega margir unglingar fara á huga, og fullt af fólki sem er að kvarta undan kassastörfum.
Það væri hægt að gera grein um vinnuna sína, hafa sér kork fyrir réttindi/skyldur, kannanir um hvað er gert í vinnunni og hvort að rétt sé farið að. Möguleikarnir eru margir.


Ég veit, gömul hugmynd, en mér finnst vanta þetta sérstaklega núna til þess að okkur líði vel í vinnunni okkar.