Finnst þér að stjórnendur og vefstjórar ættu að sýa út þá notendur sem hafa sýnt öðrum notendum óvirðingu og ókurteisi og aðra óviðeigandi hegðun?
Já: 49%
Nei: 25%
Veit ekki: 11%
Hlutlaus: 15%
Svo hljóðar könnunin á forsíðunni í dag.
Mín uppástunga fyrir þetta hljóðar svo: Rating system.
Þetta virkar þannig að notendur geta gefið svörum annarra plús eða mínus.
1. Eftir ákveðið marga mínusa verður allur texti eftir notendur grár, og svo að lokum fá stjórnendur/vefstjóri skilaboð um slæma hegðun þessa aðila. Svo gætu þeir sem eru duglegir eða hjálpsamir fengið highlighted texta, eða eitthvað í þá átt. Rating kerfið væri hægt að byggja á því að þú byrjar í núlli, missir eitt rating stig fyrir hvern mínus og öfugt fyrir plúsa.
2. Notendur fá eitt stig fyrir hvern plús sem þeir fá og missa eitt fyrir hvern mínus. Mér finnst hinsvegar hin hugmyndin betri.