Mér finnst alveg óþolandi þegar að það eru einhverjir notendur að monta sig af stigum, eða senda inn myndir, þræði, kannanir og greinar bara til að fá stig. Þessi stig skipta ENGU máli. Ekki eins og maður vinni síma ef að maður fær yfir 3 þúsund stig eða eitthvað álíka. “Stigahórur” myndu einni fækka sem eru ákveðnir notendur sem að ég ætla ekki að nefna, en þú veist sennilega hvaða notendur ég er að tala um, það er að segja ef þú stundar huga eitthvað. Hér er ég með dæmi þar sem að notandinn cick er bara að gera þráð til að fá stig : http://www.hugi.is/graejur/threads.php?page=view&contentId=5439237#item5439306
Ef að þessi stig eiga að vera mælikvarði hversu mikið maður stundar huga þá er það misheppnuð hugmynd. Ég er t.d. í minnsta lagi á huga í svona 1 og hálfan tíma á dag og ég byrjaði á huga fyrir um það bil tvemur árum. Samt er ég ekki með nema með 406 stig. Það er því að ég er ekki stigahóra heldur skrifa ég bara þræði ef að mig vantar eitthvað, langar að tala um eitthvað og sendi inn myndir því að öðru hverju langar mig að deila einhverju með ykkur hugurunum.
Takk fyrir mig.
FannarGauti.