Nei, það er ekki Pro Evolution Soccer, það eru margir góðir kostir við PES sem ég nenni ekki að þylja upp núna, en einn sem ég veit að þú hefðir gaman að, pires. Highbury er nefnilega í leiknum og hann lítur út alveg eins og í alvörunni, alveg frá því hvernig grasið er slegið, til risaskjásins.
Já, ég hef prófað FIFA 2002, hann hefur lagað nokkur af helstu vandamálunum t.d. hjólhestaspyrnurnar, en hann er samt frekar slappur. EA sports þurfa að taka taka sér frí í eitt ár og taka alla uppbyggingu leiksins í gegn. Þeir gefa út nýja leiki á hverju ári, lofa alltaf einhverjum svaka nýjungum en oftast eru það bara smá endurbætingar á grafíkinni, breyttir rosterar hjá liðunum (að vísu er lítið lagt í það, í 2002 eru Henry og Vieira frammi hjá Frökkum, Vieira!?!), og stundum er aðeins fiktað í gameplayinu, eins og núna var sendingarkerfinu breytt en gengur samt ekki nógu vel upp þó að það sé framför. Svo er grafíkin komin langt á eftir keppinautunum, t.d. eru andlitin á köllunum fáránleg, enginn munur á Jaap Stam og David Beckham (báðir hvítir sköllóttir karlar). Það er síðan líka enginn munur á hæð leikmanna og svona mætti lengi telja. Og ég er ekki einn um þessa skoðun:
http://www.hugi.is/leikjatolvur/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=381190&iBoardID=325&iStart=20http://www.sgn.cc/soccer/fifa_2002/review_ps2.shtmlLestu þetta review, það er komið inná alla punkta sem eru að FIFA og þeir eru allir hárréttir.
<br><br>jogi - smarter than the average bea