Sælir Hugarar. Í gær var ég að “brainstorm”a

Sendi þessar hugmyndir inn á stjórnandaáhugamálið, vil bæði sjá hvernig þið almennu notendur takið í þær og líka hvort þið gætið bætt þær á einhvern hátt.

Kasmír
Samkvæmt könnun á áhugamálinu /Hugi nota einungis 4-7% Huga-notanda Kasmír síðurnar sínar.

Sjálfum finnst mér þetta of lítið, ástæðan að mínu mati er einfaldlega sú að þetta var voða fínt fyrir 5-6 árum en hefur einfaldlega ekkert breyst síðan þá. Sjálfur myndi ég ekki velja Kasmír síðu fram yfir Blog.central…

Nema það að ég vel hvorugt. Bæði jafn óhentugt, svona árið 2007.

Er þörf á breytingu(/fjarlægingu?) eða á þetta bara að hanga í okkur sem eitthvað sem við hvorki lítum á né notum? Er ég að gera of mikið mál úr þessu, er það nóg að aðeins 4-7% Huganotanda noti þetta?

og seinni korkurinn

Skilaboð
Það sem vantar á Huga er möguleiki fyrir notanda að Tilkynna annan notanda til stjórnanda. Fljótlega.
Ég var byrjaður að skrifa svar til Vefstjóra með þessari hugmynd en svarið leiddist út í röfl eða svipað…

Við þurfum, í stuttu máli, kubb inn á Stjórnandaáhugamálið (og kannski væri hægt að setja þann sama kubb inn á Egóið, aðeins fyrir stjórnendur) þar sem að notendur geta skrifað línu og sú lína birtist samstundis í kubbinum/kassanum.

Eiginlega alveg eins og þetta sem sést hér:
http://img217.imageshack.us/img217/4647/26638405su2.jpg
( http://homokaasu.org - hýsir The Kill Everyone Project )

Enn og aftur þá eru þetta bara hugdettur, þessi kubbur gæti verið staðsettur á forsíðunni, lítill og nettur með útskýringu fyrir ofan Text-box'ið. “Tilkynnið ósæmilega hegðun hér. Þetta birtist samstundis hjá Stjórnendum Huga.”
Til þess að sporna gegn “spömmurum” og einnig til þess að valda engum ruglingi þá gætum við stjórnendur eytt óþarfa innsendingum. Einnig þegar það er búið að eyða þessu svari þá getum við einfaldlega eytt “Tilkynningunni” sem við fengum frá notandanum.

Væri hægt kannski að láta notendurnar fylla inn í nokkra dálka (drop down menu og/eða text-input) t.d.
“Tegund brots”
“Áhugamál”
“Notandi/Notendur”

Önnur hugmynd væri að Stjórnendur hengu inni á Irc-rás sem væri einnig opin notendum.

Þetta myndi allt vera gert til þess að viðbragðstíminn hjá stjórnendum væri styttri við öll brot.