Já mér finnst það alveg mjög mikilvægt að reyna að koma kurteisislega fram við fólk bæði í daglegu lífi og á netinu, og þá sérstaklega á umræðuvef þar sem fólk er að skiptast á skoðunum.
Í fyrsta lagi finnst mér að það er einfaldlega barnalegt og óþolandi að vera með óþarfa ókurteisi við fólk sem er að segja skoðun sína. Það er ekki minn staður til þess að rakka einhvern niður og setja út á hans/hennar persónulegu skoðanir.
Í öðru lagi þá er það einfaldlega bara algjörlega út í hött að reyna að taka þátt í umræðum ef maður ætlar að vera með dónaskap. Auðvitað getur fólk verið ósammála, en þá er um að gera að skiptast á sínum skoðanum á yfirvegaðan og þroskaðan hátt.