Er hugi.is bara eitt stórt karlaveldi ?
Það lítur allaveganna þannig út í mínum augum. Ég er að tala um þetta vegna þess að martgoft hef bæði ég og annað fólk hér á huga óskað eftir því að gert verði áhugamál um Simsleikina. En nei nei aldrei kemur það. En svo um leið og einhver biður um einhvern byssuleik þá er hann komin undir eins !
Eins og til dæmis þessi Wolfenstein leikur er komin með áhugamál og hann er ekki einu sinni komin út enn !
Simsleikirnir eru mjög vinsælir þeir eru enn inni á topp 10 listum yfir vinsælustu leiki víðast hvar.
Svo hví ekki að hafa áhugamál undir þetta, getur vefstjóri kannski gefið svar við því ?
Betababe bauðst hér fyrir neðan á þessum kork til að vera admin á áhugamálinu, ef að við einhverntímann myndum nú fá það og ég skal glöð vera líka !
Vonandi getiði sýnt mér og öðrum að hugi.is er ekki bara karlaveldi og komið með simsáhugamál !!

Takk fyrir mig Alfons !
-Song of carrot game-