Er ekki hægt að vera með hér áhugamál um trú og bara öllu sem tengist því. Það gæti verið fræðandi og uppbyggjandi áhugamál sérstaklega fyrir fermingarkrakkana.

En ég er búinn að sjá ansi margar korka sem tengjast trú. Sem þýðir það að það er mikill áhugi hjá fólki að fræðast um það sem það vill trúa á t.d Guð.

Þar er hægt að ræða allt milli himins og jarðar um trú hér á landi og hátíðir sem tengjast því.
T,d er hér ennþá áhugamál sem tengist kristinni trú. Jólin!

En mér sýnist fullt af fólk ennþá vera fáfrótt um múslimatrú og gyðingatrú. Hvers vegna ekki þá að vera með áhugamál sem getur frætt fólk almennilega um trúna.

Reyndar hef ég áður komið með þessa hugmynd áður en þá óttaðist einn stjórnandin að þá myndi skapast hér trúardeila. Kjaftæði! Flestir korkar enda oft hér í illdeilu en það er alltaf hægt að leysa upp svoleiðis á öllum áhugamálum. Enda erum við friðelskandi þjóðfélag. En auðvitað eru hér fullt af skemmdum eplum sem þurfa sífelt að fá meira athygli fyrir sjálfan sig en málefnið sjálft sem þurfa að skemma allt. Slík epli á bara að hunsa eða setja í bann.

Nafnið á áhugamálinu þýðir að það er hægt að tala um fleiri en eina trú. Það er jú trúarfrelsi hér á Íslandi. En það skortir hér áhugmál sem getur vakið athygli á trúarskoðun. Og það er alveg hægt að ræða um slík málefni á skynsamlegan hátt. En ég hef trú á því að flestir hugararnir hér séu loksins orðnir þroskaðir til ræða um slík mál á skynsaman hátt.

Er þetta kannski enn einn hugmyndin sem er á leiðinni til helvítis?