Er ekki kominn tími til að koma upp trúmála áhugamáli?
Mér hefur verið bent á að fara á Dulspeki og mér sagt að trúmál væru hluti af dulspeki (sem er ekki rétt heldur er dulspeki innan trúmála). En burtséð frá því þá er trúmálaumræðan á Dulspeki nánast ekki til staðar og það sem eimir eftir af henni er því miður ekki á gáfulegu stigi. Gáfulegasta umræðan sem fer fram virðist vera á Deiglunni en er þar oftast blönduð við pólitík.