Ég hef orðið var við það að fólk sé óánægt með að það séu svona mörg áhugamál sem ekkert er að gerast með og ætti jafnvel að fækka þeim.
Mér finnst persónulega að því fleiri áhugamál því betra EN það þurfi að vera einhverjir að sjá um þau.
Ég t.d senti inn 3 kannanir um daginn (27. okt), á djammið, hestar og sjónvarpsefni.
Ég fékk svar daginn eftir um djammkönnunina, fékk svar um hestakönnunina 13. nóv (er orðin admin þar og úrbætur standa yfir þar !!)og hef ekki enn fengið svar við sjónvarpskönnunninni.
og get nefnt fleiri dæmi um svona slugsahátt….
Mér finnst að það ætti að auglýsa eftir einhverjum til að taka að sér þau áhugamál sem eru “munaðarlaus” og taka adminvöldin af þeim adminum sem eru ekki að standa sig.<br><br>Kveðja Kisustelpan :-)