Ég held að þetta sé of þröngt áhugamál og myndi deyja út fljótlega. Hins vegar er hægt að koma af stað umræðum um mannréttindi innan ýmissa annarra áhugamála, t.d. heimspeki (er sjálfgefið að til séu mannréttindi? Kínverjar neita því… hvernig eigum við að rökstyðja mál okkar?), sagnfræði (uppruni mannréttindahugsjónar, kenningar Johns Lockes, Immanuel Kants og tengin við frönsku byltinguna og stjórnarskrá Bandaríkjanna), Alþingi (um þá sáttmála sem Ísland er aðili að) o.s.frv. Þannig mætti kanna ýmsa fleti á mannréttindum og taka þau ýmsum tökum.<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________