Mér hefur sýnst það vera að verða æ meira móðins að skeyta “kk” og “kvk” í endann á valkostum ýmissa kannana, þar sem menn eru að reyna að fá marktæka úttekt á mismunandi svarhlutöllum hvors kynsins fyrir sig.
Þetta þykir mér afar ófagurt og er þetta hreint ekki til að auka læsileika eða marktæki fyrrgreindra kannana (enda er kynjahlutfallið hérna ekki jafnt, og því enganvegin að marka þá prósentutölu sem út kemur, nema eftir viðeigandi útreikninga (sem ég skal þó glaður útskýra nánar, um beðinn)).
Þetta varð til þess að sú hugmynd ljómaði upp huga minn, hvort það væri nú ekki sniðugt, sem höfundur kannanar, að hafa þann valmöguleika að skipta könnun sinni niður. Það er að segja, þannig að niðurstöðurnar kæmu fram í tveimur (eða fleiri; eftir atvikum) aðskildum dálkum, þó ekki ósvipuðum þeim dálk sem er notaður núna.
Þá væri semsagt hægt að sleppa því að nota þessar ‘kk’ og ‘kvk’ endingar, og einfaldlega skipta könnuninni upp í ‘kk’ og ‘kvk’ hluta.
Þá má spyrja sig hvort notandi af ákveðnu kyni fengi eingöngu möguleika á að svara dálki síns kyns, enda ætti það að liggja fyrir, að kennitölu uppgefinni, en að atkvæðagreiðslu lokinni kæmu báðir dálkarnir í ljós með niðurstöðum svara hvors kyns fyrir sig.

Það má vera að á sumum áhugamálum séu hugsanlegir þáttakendur kannanar hreinlega of fáir til að þetta borgi sig, en líklega þyrfti það bara að vera höfundar korksins að meta hvort svo sé.
(Svo ég nefni nú dæmi, hver hefur eiginlega heyrt um stelpur inná /crpg? nei ég bara spyr)

Hvað finnst samhugurum mínum, já eða hæstvirtum Vefstjóra, um ágæti þessarar ágætu hugmyndar (nú, eða uppgerðarlegs orðalagsins)?

Ég þakka fyrir áheyrnina.

Ykkar einlægur,
W