Er með smá tillögu. Þannig er mál með vesti að þegar ég sendi eitthvað inn, fæ ég það stundum ekki birt fyrr en eftir mjög svo langann tíma, þannig að ef það er til dæmis könnun, gleymi ég alveg að fylgjast með henni á meðan hún er virk. Væri ekki málið að tilkynna manni þegar efnið manns er birt ef það er ekki innan viku??? Auk þess vil ég benda á að það stenst aldrei þegar sagt er könnunin birtist eftir 55 daga, þann 15. mars, þá stemmir það aldrei og hvað þá er dagafjöldin í samræmi við dagsetninguna.

Bætt við 13. mars 2007 - 16:52
mál með vexti á þetta að vera, þakka ábendinguna ;)