Ég ætla að vekja athygli á umræðu sem hefur verið í gangi.

Einhversstaðar á öðrum korki hérna las ég um hugmynd sem einn Hugarinn kom með um að koma með áhugamál um Go-cart. Annar stakk upp á því að allur kappakstur (þ.m.t. Go-kart, Formúla 1, og þá væntanlega A1, GP2 mótaraðirnar, sportbílakappaksturinn og mótorhjólakappaksturinn) yrði undir einu áhugamáli: /akstursithrottir.

Ég persónulega og sem stjórnandi Formúla 1 er ekki hlynntur þessari hugmynd. En sjálfsagt að fá álit annarra á þessu.