Mér finnst að við ættum að sameina öll áhugamálin á /dýr í eitt stórt áhugamál og hafa yfirflokkana í áhugamálinu: spendýr, fiskdýr fuglar og skordýr.

Ég tel að þessi uppröðun yrði betri og fleiri mundu sækja á þetta áhugamál.

Svo finnst mér að sum áhugamálséu “of flokkuð” t.d. afhverju eru áhugamálin /bardagalistir og box ekki sameinað í /slagsmálaíþróttir eða /bardagaíþróttir?

Og /akstursíþróttir?

Ég tel að ef fleiri áhugamál sameinist þá veðrur aðsóknin meiri, frekar en að flokka þetta svona mikið, setja skotleiki saman, og mmorpg leiki saman, en ekki hafa sér /blizzard áhugamál, frekar flokka leikina í stærri hóp, alveg jafn gagnslegt að hafa áhugamál um leiki frá EA games…

Face the fact /blizzard er í raun bara /wow

Hafa áhugmál sem heitir tæki, þar sem er rætt um öll tæki og hægt er að gera korka fyrir farsíma, heimilistæki o.s.fv

Svo áhugamál sem heitir /tölvur og forrit, þar sem hægt er að ræða um allar tölvur (pc og mac) og forrit fyrir tölvurnar.



Mér finnst vandamál á huga hvað áhugamál eru of flokkuð. Breytum þessu, höfum meira skipulag á þessu!