Þú getur bloggað og haldið út dagbók.
Þú getur skrifað eitthvað um þig eða þín áhugamál í notendaprófílnum, valið þér áhugamál sem birtist í lista, gert undirskrift, sett inn display mynd og skráð símanúmerið þitt í ego (ekki hugmynd um afhverju)
Ef þú ýtir á nafnið þitt við hliðina á stigunum hérna uppi ferðu beint í notendastillingar. Þar geturu breytt notendanafninu þínu og lykilorðinu.
Næst er flipi sem heitir áhugamál og þar geturu valið uppáhalds áhugamálin þín, svona shortcut í það sem þú notar mest.
Svo kemuru í “mínar upplýsingar” og þar geturu skrifað um sjálfan þig eða bara hvað sem er í notendaprófílnum þínum.
Þar við hliðina er GSM númer sem þú getur skráð. Eins og ég sagði fyrir ofan þá veit ég ekki til hvers en upphaflega fékk maður einhver stig fyrir. Það er samt hugsanlega svo þú getir fengið sms um einhvern atburð sem þú villt láta minna þig á og eitthvað tengt dagbókinni.
Næst kemur “Myndin mín” þar sem þú getur valið þér display mynd. Myndin má ekki vera of stór, mín er t.d 130x78 á stærð.
Svo kemur flipinn “Undirskrift” og þar geturu skrifað undirskrift. Sem dæmi um undirskrift þá sérðu hjá mér:
Aiwa, admin á Bílar, Formúla1, Hugi, Jeppar og Mótorsport
Mercedes Benz über alles!©
Speed Is Nothing Without Control!
Þér er frjálst að spyrja frekar ef þetta hefur ekki skýrt fyrir þér flest allt sem við kemur egóinu :)