Ég fékk þá hugdettu í gærkveldi, að það væri snilld ef það kæmi nýtt áhugamál með Eragon. Eragon er bókaflokkur sem er eftir höfundinn Cristopher paolini. þetta eru snilldarbækur á við Harry potter og Hringadrottinssögu. Ég er sjúkur í þetta og ég hef heyrt í mörgum hugurum sem dýrka Eragon eins og ég, svo, þetta væri mjög góð hugmynd. og þó ég sé aðeins 14 ára býð ég mig fram sem admin þar sem ég er mjög fróður um Eragon, en þetta admin dót má bíða, hvað segið þið um nýtt Áhugamál um Eragon?( sem myndi falla inn í dálkinn Bókmenntir og listir). Og já, engin skítköst takk frá ykkur sem hata bækur.
Höfundurinn heitir Christopher, hafðu það á hreinu.
Bókin er ekki á nokkurn hátt í líkingu við Lord of the Rings nér Harry Potter, vegna þess að þau sem skrifuðu þær tvær sögur er fólk sem er Fullorðið. Grown up's. Christopher Paolini var 19 ára þegar hann skrifaði fyrstu bókina. Ég tók fyrstu tvær bækurnar og las þær með miklum áhuga sem dvínaði með hverjum kaflanum. Það er engin spenna í þessu. Í Harry Potter og LotR ertu með nokkrar frásagnir í einu sem skella saman í endirinn og maður situr eftir og hugsar með sér “Man, hvað þetta er töff!” en Eragon (Vil benda á að byrjunar stafurinn í Dragon er tekinn í burtu og næsti stafur á eftir settur í staðinn og þá ertu kominn með Eragon) er með gegnumgangandi lýsingu á einum karakter og svo kemur smá lægð og þá er skipt yfir á bróðir hans, það eru engin góð ‘sub’ plot í þessu og þegar þau koma fram þá er það eitthvað sem kemur ekki á óvart, sérstaklega vegna þess að ég hef séð þetta allt áður.
Það sem ég er í raun að reyna að segja er einfaldlega það að ef spáð er aðeins í gæðum höfundarins á við aðra, einsog Dan Brown (Angels and Demons, the Da Vinci Code og fleiri), J.K. Rowling (Harry Potter), J.R.R. Tolkien (Lord of the Rings), og meira að segja Arnaldur Indriðason - sé spáð aðeins í gæðum g frásögnum höfunda þá sést greinilega að þetta er að rosalegu leyti eitthvað sem tekur vinnu og mikla úthugsun í þeirra verkum en Eragon er bara ein frásögn sem er skilað á blaði = Spuni.
Ég get eiginlega ekki skilið hvað það er sem fólk sér svona ofboðslega frábært við þessa sögu.
Og ég verð að koma að vonbrigðum mínum á “The Ancient Language” sem í raun samsett að miklum hluta úr íslenska tungumálinu. J.K. Rowling notast við látínu fyrir sitt galdratungumál, Tokien notast við Tungumál sem hann samdi úr íslensku, gamalli írsku og svo aukahljóðum sem honum þótti passa og þar eru kannski orð sem þýða eitt í sögunni en þýða eitthvað allt annað á íslensku eða írskunni. Paolini notar hinsvega akkúrat þýðingarnar og það fór alvarlega í taugarnar á mér. þetta er ekki bein tilvitnun en ætti að gefa dæmi: “When you want to go forward you say ‘Ganga fram!’, backwards is ‘Ganga aptr!’” - hvað er þetta annað en íslenska?
Aukreitis er það alltaf - Alltaf - í öllum frásögnum af einhverju, lýsingum á atburðum, gerðum persóna eða útliti landslags og etc. að það komi segjum “The bloodshed was so much > Like after a rain of blood” eða “The Elven woman was so beautiful > Like a golden beam of sunlight.” Þetta ‘like’ hjá honum er aftan við hverja einustu lýsingu hjá honum allstaðar í hverjum einasta kafla og oftar er einu sinni. Það er vont fyrir bók ef lesandinn tekur eftir þessu en það er Verra ef það fer í taugar lesanda, miklu verra. Ég ætla mér til dæmis að reyna einsog ég get að komast hjá því að horfa á myndirnar, því svona amatörlega skrifuð saga, sem er höfð í miklum hávegum einhvers desperate fólks í Hollywood, á það bara ekki skilið.
Ég skil ekki hvað John Malkovich og Jeremy Irons voru að spá…
En ég vildi koma minni hugsun á framfæri. Ef þú tekur þetta sem haturfullt yfirdrull yfir uppáhalds söguna þína, þá vona ég að þú skiljir að til er fólk sem hefur áhuga en hefur líka getuna til að sjá það vonda innan um og viljann til að segja frá þeim. Og ég vil trúa því að þeir sem lesi þetta, sjái kannski það sem ég er að meina.
Ég ætla mér ekki að kaupa seinustu bókina, ég ætla að bíða eftir henni á bókasafninu. Eiginlega vegna þess að allt sem átti að koma á óvart í þessum tveimur gerði það ekki og ég hef nokkuð góða hugmynd um hvernig bókin endar. Reyndar jú, það var eitt sem mér datt ekki í hug, að Murtagh var bróðir Eragon þarna í endi annarrar bókar, en var samt eitthvað sem átti eftir að koma svo það var ekkert nýtt þar og gladdi mig ekkert sérstaklega.
En ég vona að þessi gagnrýni mín komi að gagni og varpi öðru ljósi á þessa sögu. Þetta er EKKI haturspóstur, þessi saga er ágætis tilraun höfundar en hann hefði mátt bíða með útgáfu hennar þangað til hann hefði haft þroska til að gera frásagnirnar við hæfi fullorðinna líka. Sem Rowling og Tolkien hafa gert.
Góðar stundir.
PS: ég bíð í ofvæni eftir sjöundu og seinustu bókinni um Harry Potter og ætla mér að skrá mig á biðlista fyrir fyrstu sendingu, en eini biðlistinn sem ég fer kannski á fyrir Eragon er sá á bókasafninu.