Hingað til hefur “virkni” áhugamála einfaldlega verið mæld með fjölda flettinga. Þetta sýnir engan veginn heildarmyndina, enda er háhraði steindautt sem áhugamál þótt klippurnar þar séu allt annað mál.
Þess vegna legg ég til að virkni áhugamála verði sýnd í magni efnis sem sent er inn hvern mánuð. Þetta geta verið kannanir, greinar, myndir, þræðir tenglar og fleira. Mig grunar sterklega að þá eigum við eftir að fá, ja, kannski ekki allt aðrar niðurstöður, en allavega ekki alveg þær sömu. Auk þess er ég handviss um að margir hefðu áhuga á að sjá þessar tölur, þ.á.m. ég. :o
What say you?