# Notandi þarf að hafa náð 16 ára aldri.
# Notandi þarf að hafa sent a.m.k. inn 10 greinar og sýnt fram á hann sé ágætis penni.
# Þarf að hafa náð 1000 stigum á hugi.is
# Þarf að hafa vit á áhugamálinu sem sótt er um
# Þarf að koma reglulega inn á áhugamálið (helst á hverjum degi) til að samþykkja efni og halda utan um áhugamálið.
Ef þú ert að sækja um stöðu sem stjórnandi á áhugamálinu Rokk (Bara dæmi), þá þarftu að hafa sýnt fram á það að þú ert góður penni. Sjálfur myndi ég halda að svo væri í gegnum greinar og korkana og skrifa þá gott efni (Hæ, það er til lag sem heitir Without you og er rosalega gott því að uppáhalds hljómsveitin mín spilar það :D - hörmulegt dæmi um góða grein eða góðan þráð.
Síðan með aldur. Ég hef séð nokkra stjórnendur sem ekki hafa náð tilteknum aldri, en standa sig þó ágætlega, en alltaf eru til svartir sauðir þannig að mínu mati þarf að halda aðeins meira í þessa reglu.
“Þarf að hafa náð 1000 stigum á hugi.is”. Áður fyrr var þetta afrek, að ná 1000 stigum. En í dag getur fólk stimplað inn farsímanúmer og fengið þau samstundis. Eins og margir vita eru stigin orðin leiðileg og kannski ætti að taka þessa reglu burt og leggja meiri áherslu á greinar, myndir og þræði á korkana.
“Þarf að hafa vit á áhugamálinu sem sótt er um”. Hef líka séð dæmi um að notandi sækir um stöðu stjórnanda á einhverju áhugamáli og fær það útaf einhverjum ástæðum, en hefur síðan ekki hugmynd hvað er að ske og gefst einfaldlega upp á því. Það er ömurlegt að sjá þegar það gerist, því með því deyja oft áhugamálin.
“Þarf að koma reglulega inn á áhugamálið (helst á hverjum degi) til að samþykkja efni og halda utan um áhugamálið.” Ekki sækja um Rokk (aftur dæmi:)) því að þú átt disk með Bítlunum.
Vona að þetta hjálpaði þér eitthvað. :)