Nafnið “Hugavísindi” (áður bara “Vísindi”) er fremur villandi; því er nefnilega auðveldlega ruglað saman við hugvísindi sem venjulega eru talin bókmenntafræði, sagnfræði, heimspeki, stærðfræði ofl. Væri ekki nær að nefna áhugamálið “Vísindi og fræði” eða eitthvað slíkt (jafnvel bara “Vísindi”), þar sem gætu verið (seinna meir) undirflokkar á borð við Hugvísindi (með heimspekina og sagnfræðina innanborðs, og jafnvel Bókmenntir og listir, Bækur, Ljóð, Smásögur, Myndasögur og Tolkien, enda eru bókmenntafræði og listasaga yfirleitt taldar til hugvísinda), Raunvísindi (með stjarnfræði o.þ.h. innanborðs), Félagsvísindi (með sálfræði, stjórnmálafræði o.þ.h. innanborðs) og Annars konar vísindi (með Dulspeki og UFO innanborðs (sbr. e. alternative sciense)). Félagsvísindi og Hugvísindi mætti jafnvel sameina í eitthvað sem kalla mætti Mannvísindi (því þau eiga það sameiginlegt að fjalla um manninn, andstætt náttúruvísindum á borð við eðlisfræði og efnafræði).

Ég bendi á að á Hugavísindi birtist 2. sept. s.l. könnunin “Ætti að breyta nafni áhugamálsins í Vísindi” og fræði“?” þar sem þáttakendur voru á 13 dögum og svöruðu 52% já (39 manns), 29% nei (22) en 19% kusu að vera hlutlausir (14 manns).

Hvers vegna var þessu annars breytt úr “Vísindi” í “Hugavísindi” á sínum tíma? Ég er ekki alveg með það á hreinu. Ég geri ráð fyrir að einhver ástæða liggi að baki; en hver svo sem hún er, ætti sú ástæða ekki að gilda um öll hin áhugamálin líka? Af hverju ekki að breyta Kvikmyndum í Hugakvikmyndir? Eða Símadeildinni í Hugasímadeildina? Leikjum í Hugaleiki? Hvað finnst Hugum um það?<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________