Ég var að velta því fyrir mér hvort búast mætti við sagnfræðiáhugamáli á næstunni. Um daginn, eða þ. 11. sept. s.l., birtist könnun á forsíðu Huga.is þar sem spurt var hvort áhugi væri fyrir sagnfræðiáhugamáli. Reyndar var niðurstaðan sú að 66% þátttakenda svöruðu neitandi (svarmöguleikar voru já annars vegar og nei hins vegar). En aftur á móti má benda á að þátttakendur voru alls 472 talsins og því einir 161 sem svöruðu já. Eru ekki 161 hugi nóg til að halda áhugamáli gangandi? Ég held það. Ég skora því á umsjónarmenn Huga.is að líta ekki einungis til þess að meiri hlutinn hafi svarað neitandi (og notabene það var enginn hlutlaus svarmöguleiki), heldur einnig til þess hve mikill fjöldi svaraði játandi.
Ég geri mér það ljóst að ef áhugamál eru stofnuð í sífellu er nær bókað að lang flest þeirra deyji út innan nokkurra vikna. En Sagnfræði er fremur víðfeðmt áhugamál; Þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það væri t.d. hægt að hafa mismunandi korka fyrir styrjaldarsögu, stjórnmálasögu og menningarsögu almennt. Það væri einnig hægt að hafa korka flokkaða eftir tímabilum t.d. fornöld, miðaldir, endurreisn, nýöld og samtími. Greinarnar væru svo bara sameiginlegar. Þá er ekki eins mikil hætta á að áhugamálið deyji út eins og t.d. áhugamál um einstaka sjónvarpsþætti eða tölvuleiki (no offense).
Bottom line: Sagnfræði er víðfeðmt áhugamál sem býður upp á marga möguleika. Það hefur 161 hugi lýst yfir áhuga sínum á þessu áhugamáli. Ef aðeins helmingur þess fjölda væri virkur á áhugamálinu væri áhugamálið á grænni grein!
Með von um góðar undirtektir,
bestu kveðjur,
gthth<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________