Það er könnun í gangi á áhugamálinu leikir um hvort sims eigi að koma sem áhugamál eða ekki svo endilega kjósið.
Mig langar samt að segja eitt um þessa könnun, ég skil ekki af hverju fólk þarf að segja nei :( af hverju ekki bara að segja já og leyfa okkur sem áhuga höfum á leiknum að fá þetta áhugamál inn. Það yrði ekkert fyrir ykkur ekkert frekar en öll byssuleikjaáhugamálin er fyrir mér.
Ég er viss um að áhugamálið yrði mjög virkt, (það eru nú nokkur áhugamál steindauð hérna t.d. ferðalög).
Er ekki allaveganna hægt að prufa ? Ef áhugamálið verður steindautt þá er bara hægt að taka það út ekki satt ?
Endilega kjósið já - leyfið okkur sem fílum leikinn að fá hann inn sem áhugamál :)
Takk Alfons
-Song of carrot game-