Jæja, ég er með eina hugmynd handa ykkur. Sú hugmynd felur í sér breytingu á áhugamálin “Jazz og blús”. Eins og sést þegar skoðaðar eru tölur yfir heimsóknir, korkafjölda og svo framvegis að þá er þetta áhugamál beinlínis að lepja dauðan úr skel. Nýr stjórnandi tók við störfum þar á bæ fyrir ekki svo löngu og með því var áhugamálið vakið, en ekki nema í svona viku, nú er það allt að því orðið næstum jafn dautt og það var fyrir. Ekki er hægt að splæsa í nýja stjórnendur á viku fresti, og því verður að gera eitthvað mikið, eitthvað meira en að bæta við stjórnanda eða koma með greinakeppnir eða eitthvað í þeim dúr, það væri bara skammgóður vermir.
Nú svo ég komi mér aftur að málefninu að þá er mín hugmynd (reyndar ekki bara mín, hefur nú verið á floti hjá nokkrum um smá tíma) er að stækka áhugamálið. Oft er verið að biðja um ný áhugamál, “Það vantar áhugamál fyrir reggí”, “ég við kántrí áhugamál” og svo framvegis. Er ekki bara málið að setja þetta allt saman undir jazz og blús áhugamálið, vissulega er reggí hvorki jazz né blús en það má breyta nafninu.
Breyta Jazz og blús áhugamálinu í “Þjóðlaga og heimstónlist”, einhvern vegin lýst mér betur á þann titil heldur en “Önnur tónlist” eða “Jazz, blús, reggí, kántrí, fólk og heimstónlist”, eða þá að búa til einhverja sniðuga skammstöfun: “JBRKFH” eða eitthvað álíka, fer eftir hvaða tónlistarstefnur væru í þessum pakka.
Þessi hugmynd eins og áður sagði hefur fengið byr hjá nokkrum, þar á meðal einum stjórnenda “Jazz og blús” áhugamálsins. Nýtt áhugamál þyrfti síðan fleiri stjórnendur.
En ég held að þessi hugmynd sé bara alveg hin fínasta, þarna er verið að slá tvær ef ekki fleiri flugur í einu höggi. Og nýtt og endurbætt áhugamál gæti alveg orið merkilega sterkt held ég.
Bætt við 27. ágúst 2006 - 19:07
Og já, ég ætla þá að bjóða mig fram sem stjórnanda á þessu áhugamáli, ef þessar breytingar verða að veruleika.