Sko, Firefox er einn af fáum browserum sem vinnur rétt úr upplýsingum. Opera gerir það næstum rétt, ekki alltaf og IE gerir það sjaldnast rétt.
Vefsíður eru búnar til eftir ákveðnum stöðlum. Ef maður fer 100% eftir staðlinum og gerir þetta eins vel og unt er þá er síðan “rétt” gerð og Firefox les hana “rétt” IE á það til oftar en ekki að lesa síðuna band vitlaust út. Opera gerir það einnig en bara mun sjaldnar en IE.
Síða getur komið vel út í IE og Opera en illa út í Firefox en það er nær alltaf merki um að síðan sé illa gerð og ekki farið eftir stöðlunum.
Getur örugglega fengið betri fræðslu frá örðum en mér en þetta er það helsta…