Er nokkuð séns að fá uppskriftina ykkar hvernig á að setja upp þetta sniðuga fréttalinka sem kemur frá mbl.is í heimasíður. En mig langar að prufa að setja svona upp í mína heimasíðu því þá get ég smellt á nýjustu fréttir frá mbl.is eða er þetta í einkaeign? Ég meina þetta er bara eins og hver annar linkur en þessir linkar uppfærast sjálfkrafa á forsíðufréttir mbl.is ekki satt og þess vegna langaði mig að fá að vita hvernig þetta er gert. En ég er því miður ekki alveg nógur góður í þessu java kóðum.