Ja, bara einn spam-korkur sem var eyddur strax í staðin fyrir venjulegu 10-15, ég tel það vera mjög jákvætt. Farðu nú að einbeita þér að áhugamálum :)
Við höfum beðið lengi þess dags sem forsíðukorkarnir yrðu teknir burt. Loksins, segja sumir, ojj segja aðrir- spammerar segja ekki neitt því þeir eru farnir.
Leitt að heyra :( En eins og ég sagði áður, forsíðukorkarnir eru farnir og þið getið sjálfum ykkur kennt sem og leiðinlegum spammerum. Eða ég veit ekki um fyrrnefndu aðilana.
Þetta er bara nýtt áhugamál, ekki arftaki forsíðunnar að mér sýnist so far.
Brandarar, Grafík, Gullöldin, Hljóðfæri, Metall, Rokk og Tónlist- hvernig getur þú sagt að áhugamálin þín séu óvirk? :)
Ef að hugi væri hús þá væri forsíðan forstofa og eldhúsið háhraði =D Skrár væri geymslan og blogg væri skrifstofan. Hugi áhugamálið væri stofan. Það væru margir gangar (“halls”) nánar tiltekið 14 (yfiráhugamálin) og herbergi þaðan inn í áhugamálin =) Kynlíf væri diskótek og Stjórnendur læst herbergi.
Hugi er höll og vefstjóri situr í hásætinu og sér út um allt, stjórnendurnir í stjórnandarbúningi með gjallarhorn og kalla á hann við minnsta brot og við það biður hann öryggisverðina um að henda óþokkunum út og verðir standa fyrir utan með kylfur og hleypa þeim eigi inn.
Ég hef of lítið að gera á þessu annars indæla föstudags-kvöldi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..