Núna fær efnið sem er linkað á inná /forsida (greinar, innsent efni, atburðir o.fl.) mikið minni lestur en áður, sem leiðir af sér minni álit, sem mun örugglega leiða af sér færri greinar en áður.
Einnig mun lestrum á þráðunum á /hugi minnka, þarsem fólkið sem fór inná huga og bara beint inná forsíðu rekst kannske ekki á skemmtilegan titil á þræði, heldur fer bara beint inná einhver áhugamál. Hérna verður líklega bara fólk sem er að hanga hér því því leiðist.
Lestrum mun fækka á korkunum og einnig á greinum og innsendu efni og svo framvegis. Fólk mun annaðhvort vera meira á /hugi eða meira á /forsida, og við að skipta fólkinu svona í tvennt skapast náttúrulega minni lestur, sem ég tel slæman hlut.
Afhverju er minni lestur slæmur hlutur? Well, tildæmis með greinarnar, ég efa ekki að margir sem hafa verið á /forsida að leiðast að bíða eftir þráðum hafa óvart rekið augun í nafn á grein á /forsida, og farið þar inná og lesið. Fleiri lestrar gefa af sér fleiri jákvæð komment og fleiri jákvæð komment gefa af sér fleiri góðar greinar. Svo á t.d. hjálparkorkunum á /hugi, lestrum þar mun fækka því fólk sem er ekki bara að hanga á forsíðukorkunum mun ekkert vera að fara á /hugi, og minnka því líkurnar á að fólk fái næga hjálp.
Núna vil ég endilega fá einhver rök fyrir afhverju þetta á að vera áfram einsog það er, en mér persónulega finnst langmikilvægast að greinar, innsent efni, hjálparkorkar og fleira fái mikinn lestur, sem eykur líkurnar á góðum kommentum, og tel ég stöku spammer á forsíðunni ekki mikið gjald fyrir fleiri lestra.